03.11.1981
Sameinað þing: 12. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 429 í B-deild Alþingistíðinda. (291)

1. mál, fjárlög 1982

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Ég skal vera örstuttorður.

Hæstv. ráðh. svaraði spurningu minni eiginlega út í hött. Hann sagði að það væri sjaldan sem allir ráðh. í ríkisstj. væru alveg ánægðir með fjárlagafrv. þegar það væri afgreitt í ríkisstj. Mér var það nokkuð ljóst. Þetta var auðvitað ekkert svar hjá hæstv. ráðh. Ég benti á að hæstv. viðskrh. hefði sagt að framsóknarráðherrarnir hefðu haft fyrirvara um ákveðin atriði, um samþykki á að halda áfram skatti á skrifstofuhúsnæði og verslunarhúsnæði og að þeir féllust á launaskatt eins og hann væri í frv. Það eru þessi ákveðnu atriði sem ég spyr hæstv. fjmrh. hvort fleiri ráðh. hafi gert fyrirvara um. Það á ekki að taka langan tíma að svara svona einfaldri fyrirspurn. Hún er um þessi ákveðnu atriði.