23.04.1982
Efri deild: 69. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4080 í B-deild Alþingistíðinda. (3654)

259. mál, Iðnlánasjóður

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Iðnn. hefur haft til umfjöllunar frv. til laga um breytingu á lögum um Iðnlánasjóð. Í því frv., sem hér liggur fyrir, er fyrst og fremst gert ráð fyrir að innheimtuprósenta í Iðnlánasjóð lækki úr 0.5% í 0.05%, þ.e. að gjaldið verði aðeins tíundi hluti þess sem það hefur verið. í öðru lagi er gert ráð fyrir að lánahlutfall hækki úr 60 í 70% af kostnaðarverði og lánstími lengist allverulega, eða má segja úr 15 í 25 ár þegar um er að ræða annað en vélakost, en að því er varðar lán til vélakaupa úr 7 árum í 10.

Iðnn. hefur engar athugasemdir fram að færa við frv. og leggur eindregið til að það verði samþykkt.