23.04.1982
Neðri deild: 68. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4116 í B-deild Alþingistíðinda. (3694)

3. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Frsm. (Ingólfur Guðnason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 663 um frv. til laga um Sinfóníuhljómsveit Íslands. Menntmn. hefur fjallað um frv. á fundum sínum og mælir með að það verði samþykkt eins og það var afgreitt frá Ed. Friðjón Þórðarson og Guðrún Helgadóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins. Guðrún var viðstödd á fundum þar sem frv. var til umfjöllunar, en ekki þegar nál. var gefið út og málið tekið til endanlegrar afgreiðslu. En hv. þm. Guðrún Helgadóttir bað mig að geta þess, að hún væri samþykk frv. eins og það liggur fyrir frá Ed.