27.04.1982
Sameinað þing: 81. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4233 í B-deild Alþingistíðinda. (3898)

364. mál, utanríkismál 1982

Geir Hallgrímsson:

Herra forseti. Ég sé mig knúinn til þess að kveðja mér hljóðs um þingsköp, þar sem forseti ætlar að fresta enn á ný umr. um skýrslu utanrrh. Ég tel það óviðunandi að slíta umr. um mál svo í sundur sem nú horfir. Þar sem langt hefur liðið á milli þess, að umr. um skýrslu utanrrh. hófust og nú þangað til framhald þeirra er, þá finnst mér alveg útilokað annað en þessari umr. verði lokið. Það er ekki hægt að sýna svo mikilvægum málaflokki sem utanríkismálum — og skýrslu utanrrh. þar með — þá óvirðingu að slíta umr. um málið svo í sundur sem ætlun sýnist vera. Ég mótmæli því eindregið.