28.04.1982
Efri deild: 77. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4306 í B-deild Alþingistíðinda. (4007)

58. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Viðskrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Þegar ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar var mynduð gerðu Alþfl. og Alþb. kröfu til þess, að þessi skattur yrði lagður á, og það var gert. Þegar fjárlög voru til meðferðar í ríkisstj. í haust gerði ég óformlegan fyrirvara varðandi fjóra skatta, þennan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launaskatt, aðstöðugjald og stimpilgjald af afurðalánum. Þegar ríkisstj. gekk frá yfirlýsingu sinni um aðgerðir í efnahagsmálum varð samkomulag um að lækka launaskattinn um 1%, stimpilgjald af afurðalánum úr 1% niður í 0.3% og stefnt að því að samræma aðstöðugjald. Hins vegar varð ekki samkomulag um að fella þennan skatt niður. Ég segi því já.