04.05.1982
Neðri deild: 83. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4654 í B-deild Alþingistíðinda. (4452)

273. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég held að það muni ekki greiða fyrir þingstörfum nú á síðasta degi eða undir lokin, ef hæstv. iðnrh. fæst ekki til þess að svara einföldum spurningum sem til hans eru bornar. Ég bar hér fram ákveðnar spurningar við síðasta mál sem hér var rætt, í sambandi við kísilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð. Nú er komið að járnblendiverksmiðju í Hvalfirði, en hann hefur rætt um það í sínum tillögum, að það verði ekki fjölgað um einn ofn, heldur tvo, og ég óska eftir að hann svari því hér og nú, hvort hans hugmyndir standi til þess, að þessir tveir ofnar komi áður en hafist verði handa fyrir norðan. Ég skal svo geyma hér það til morguns, til 3. umr. málsins, að ræða þá þætti sérstaklega sem ég vil gera að umtalsefni í sambandi við það frv. til l. um breytingu á lögum um járnblendiverksmiðju sem hér liggur fyrir.