16.11.1981
Neðri deild: 12. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 816 í B-deild Alþingistíðinda. (599)

82. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Flm. (Albert Guðmundsson):

Herra forseti. Ég vil þakka þeim hv. þm. sem tekið hafa til máls og mælt með því, að þetta frv., sem ég flyt hér ásamt fleirum, nái fram að ganga. Það gleður mig að sá háttur er á í Vestmannaeyjum, að það má segja að þessi breyting sé þegar komin í framkvæmd. Furðar mig það ekki að í Vestmannaeyjum, skuli svo vera því að Vestmanneyingar eru um margt til fyrirmyndar.

Ég vil leyfa mér að vona að hv. félmn. taki þetta frv. fyrir hið fyrsta og skili því til baka til deildarinnar til endanlegrar afgreiðslu.