17.12.1982
Neðri deild: 21. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1253 í B-deild Alþingistíðinda. (1009)

55. mál, orlof

Guðmundur J. Guðmundsson:

Herra forseti. Í þeirri löngu umfjöllun, sem verið hefur í félmn. um orlof, hefur náðst samkomulag h já meiri hl. n. Brtt. frá fulltrúa Alþfl. komu ekki fram í n. Það getur verið nokkuð gott að stilla einum alþm. upp, sem í þessu tilfelli er ég, og segja svo að hann hafi greitt atkv. gegn því að það fólk sem hann á að vera í forsvari fyrir fái lengra orlof. Ég vil taka það fram, að ég tel mig hafa unnið að framgangi þessa máls. Ég hef gert samkomulag við samþm. mína og mun standa við það og fylgja því eftir. Hitt er annað mál, að ég er efnislega samþykkur þessum till. En ég stend við það samkomulag sem ég geri og með tilvísun til þess segi ég nei.