18.12.1982
Efri deild: 26. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1265 í B-deild Alþingistíðinda. (1072)

136. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Eyjólfur Konráð lónsson:

Herra forseti. Hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú brugðið á það ráð að reyna að spilla því samkomulagi sem gert hefur verið um að reyna að ljúka þingfundum í dag. Það hefur verið vakin á því athygli að svo kunni að vera að stjórnarflokkarnir í heild hafi ákveðið að breyta afstöðu sinni í þessu máli og styðja þá till. sem þm. flutti hér. Ég trúi því raunar naumast að ríkisstj. í heild og stjórnarflokkarnir ætli að grípa til þess ráðs, en á meðan ekkert liggur fyrir um hver afgreiðsla þessa máls verði, þá mundi ég leggja til að fundinum yrði frestað, eins og forseti hefur ákveðið, en gjarnan til mánudags. — [Fundarhlé.]