14.02.1983
Neðri deild: 38. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 1911 í B-deild Alþingistíðinda. (1652)

120. mál, atvinnuréttindi skipstjórnarmanna

Sjútvrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Í deilu s. l. ár á milli Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og rekstraraðila á íslenskum skipum varð það að samkomulagi að lögum yrði breytt á þann veg sem hér er gert ráð fyrir og kemur fram í f. gr. frv. Þar er gerð tillaga um að við bætist ný mgr. svohljóðandi, með leyfi forseta:

„Samgrn. er heimilt að ákveða frávik frá fjölda skipstjórnarmanna á verslunarskipum, eftir því sem tilefni gefst til, miðað við búnað og/eða verkefni skips, að fengnum tillögum áhafnanefndar skipaðrar þremur fulltrúum Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, þremur fulltrúum útgerðar kaupskipa og oddamanni, tilnefndum af aðilum sameiginlega eða Hæstarétti Íslands, ef samkomulag næst ekki milli aðila um skipun oddamanns.“

Til lausnar á þessari deilu setti ég því brbl. Hér er um að ræða staðfestingu á þeim.

Að lokinni þessari umr. legg ég til að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. samgn.