14.03.1983
Sameinað þing: 65. fundur, 105. löggjafarþing.
Sjá dálk 3142 í B-deild Alþingistíðinda. (3160)

60. mál, rafvæðing dreifbýlis

Frsm. (Guðmundur Bjarnason):

Herra forseti. Fjvn. hefur fjallað um till. til þál. um rafvæðingu dreifbýlis og mælir n. með því að till. verði samþykkt með breytingu sem flutt er till. um á þskj. 635. Brtt. er efnislega samhljóða upphaflegu till. Stefnt er að því að ljúka þessu verkefni á tveimur árum, þ.e. 1983 og 1984, en nokkrar orðalagsbreytingar hafa verið gerðar og hljóðar brtt. svo:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að vinna að því, að á árinu 1984 verði lokið rafvæðingu í sveitum og verði miðað við jarðir með allt að 6 km meðalfjarlægð frá samveitu.

Jafnframt verði gerð áætlun um lausn á raforkumálum þeirra býta, sem samkv. framangreindri áætlun verða ekki tengd samveitu.“

Herra forseti. Ég leyfi mér að vænta þess að till. nái fram að ganga svo breytt.