19.10.1983
Neðri deild: 6. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 142 í B-deild Alþingistíðinda. (122)

11. mál, launamál

Forseti (Ingvar Gíslason):

Mig langar til að geta þess í upphafi að ljóst er að þetta mál verður talsvert mikið rætt. Það eru þegar komnir margir á mælendaskrá. En það væri ákaflega æskilegt að hægt væri að haga störfum svo, án þess að ég sé nokkuð að pressa á einn eða neinn, að fulltrúar allra þingflokka hafi tjáð sig um málið, eins og sagt er, fyrir kl. 4, því að þá hlýtur þingfundartíma að ljúka að öllu eðlilegu. En ef það tekst ekki geri ég allt eins ráð fyrir að halda yrði fundinum eitthvað lengur áfram.