10.10.1983
Sameinað þing: 1. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (14)

Kosning forseta og skrifara

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Ég þakka hæstv. aldursforseta árnaðaróskir. Ég þakka hv. þm. það traust sem þeir hafa sýnt mér. Ég vænti þess að eiga góða samvinnu við þingheim allan.

Gengið var til kosningar fyrri varaforseta. Kosningu hlaut Helgi Seljan, 2. þm. Austurl., með 58 atkv. Birgir Ísl. Gunnarsson, 4. þm. Reykv., hlaut 1 atkv., en 1 seðill var auður.

Gengið var til kosningar annars varaforseta. Kosningu hlaut Ólafur Þ. Þórðarson, 5. þm. Vestf., með 51 atkv. Eggert Haukdal, 6. þm. Suðurl., Friðjón Þórðarson, 1. þm. Vesturl., og Ingvar Gíslason, 1. þm. Norðurl. e., hlutu 1 atkv. hver. 5 seðlar voru auðir, en einn ógildur.

Þessu næst voru kosnir skrifarar Sþ. að viðhafðri hlutfallskosningu. Fram komu tveir listar. Á A-lista var ÁJ, á B-lista ÞS. — Þar sem eigi voru fleiri menn tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kjörnir væru án atkvgr.:

Árni Johnsen, 3. þm. Suðurl., og

Þórarinn Sigurjónsson, 2. þm. Suðurl.

Þá fór fram kosning kjörbréfanefndar. Fram komu þrír listar með jafnmörgum nöfnum samtals og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kjörnir væru án atkvgr.:

Birgir Ísl. Gunnarsson (A),

Skúli Alexandersson (C),

Ólafur Jóhannesson (B),

Gunnar G. Schram (A),

Guðmundur Einarsson (C),

Þorsteinn Pálsson (A),

Eiður Guðnason (C).