01.02.1984
Efri deild: 46. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2506 í B-deild Alþingistíðinda. (2186)

Þingsköp

Eiður Guðnason:

Ég vil taka það sérstaklega fram, virðulegur forseti, að ég er ekki að álasa sérstaklega virðulegum forseta þessarar þingdeildar, heldur er hér við að sakast alla yfirstjórn þingsins, atta forseta í rauninni og kannske einnig líka formenn þingflokka þar sem ég á nokkurn hlut að máli. Á fundi formanna þingflokka í gær var m.a. fyrir forgöngu formanns þingflokks Alþb. rætt um þessi mál og þessi uppákoma hér í hv. Ed. í dag sýnir auðvitað að það er mjög brýnt að taka alla vinnuskipulagningu Alþingis til endurskoðunar. Svona hlutir eins og hér hafa gerst í dag mega ekki endurtaka sig.