21.02.1984
Sameinað þing: 53. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3005 í B-deild Alþingistíðinda. (2597)

193. mál, rannsókn umferðarslysa

Fyrirspyrjandi (Salome Þorkelsdóttir):

Herra forseti. Það var aðeins vegna síðustu orða hæstv. ráðh. Það urðu mér nokkur vonbrigði að heyra að hann telur ekki ástæðu til að setja á laggirnar sérstaka nefnd innan Umferðarráðs sem hafi eingöngu með höndum að koma til þegar um mjög alvarleg umferðarslys er að ræða. Ég er honum ekki sammála og ég mun leggja mitt af mörkum hér á hv. Alþingi til að reyna að koma því máli áfram.