29.02.1984
Neðri deild: 53. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3290 í B-deild Alþingistíðinda. (2837)

135. mál, skipamælingar

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Þetta frv. fjallar um breytingu á lögum nr. 50 frá 12. maí 1970, um skipamælingar, í samræmi við alþjóðasamþykkt um mælingu skipa sem Ísland er aðili að.

Kristinn Gunnarsson deildarstjóri í samgrn. og Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri komu á fund n. og ræddu þessi mál. Lögðu þeir áherslu á að málinu yrði hraðað gegnum þingið.

Samgn. hefur orðið sammála um að leggja til að frv. verði samþykkt óbreytt.