03.05.1984
Efri deild: 88. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5188 í B-deild Alþingistíðinda. (4577)

311. mál, fjölbrautaskólar

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Þetta mál er auðvitað hliðstætt hinu fyrra, sem nú þegar hefur verið rætt hér í hv. deild. Því er eins farið um þetta frv. eins og hið fyrra að það er nýlokið, má segja, umr. um þau hér í Ed. Það er skammt síðan mælt var fyrir þessum málum og öllum í fersku minni við hvað er átt. Það þótti eðlilegt og nauðsynlegt að koma í lagabúning því fyrirkomulagi á starfi öldungadeildanna sem viðtekið er.

Nefndin leggur að sjálfsögðu til að þetta frv. verði samþykkt. Ég vil í þessu sambandi taka undir það sem hér hefur komið fram í umr., hversu brýnt það er að fá fram heildarlöggjöf um framhaldsskólann og þá ekki síst um skólakostnaðinn.

Ég hef ekki fleiri orð um þetta, herra forseti. Ég endurtek: Það var full samstaða um þetta mál í hv. menntmn.