11.05.1984
Neðri deild: 87. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5790 í B-deild Alþingistíðinda. (5114)

340. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum

Frsm. meiri hl. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Erindi mitt er að mæla fyrir brtt. við þetta frv. Hún er á þá leið að 15. gr. frv. orðist svo:

„5. tölul. 44. gr. laga nr. 67/1971 orðist svo:

Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega, sem njóta tekjutryggingar, 75% kostnaðar, en fyrir aðra elli- og örorkulífeyrisþega 50% kostnaðar, þó ekki við gullfyllingar, krónur eða brýr.

Heimilt er að hækka greiðslur fyrir þessa bótaþega eftir reglum, sem tryggingaráð setur, í allt að 100%.“ Breytingin er sem sagt sú að niður falla úr 15. gr. frv. orðin „a. m. k. hálfar“ og er þetta gert samkv. ábendingu sem fram kom hjá hv. þm. Kjartani Jóhannssyni. Meiri hl. n. skaut á fundi og féllst á þessa leiðréttingu. Till. er of seint fram komin og skrifleg og þarfnast að sjálfsögðu atkvgr.