17.05.1984
Efri deild: 104. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6177 í B-deild Alþingistíðinda. (5565)

340. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Já, forseti getur svarað því að málið verður væntanlega tekið fyrir á morgun. En þannig stendur á um þetta mál að formaður landbn. hefur ekki skilað nál., en hann mun gera það á morgun. Þar af leiðandi var að sjálfsögðu ekki hægt að taka málið hér á dagskrána.

Varðandi það að menn hafa nú allt í einu fengið áhuga á því að halda hér áfram lengur vil ég upplýsa að það er ekki óalgengt að fresta atkvæðagreiðslu þegar fundir standa svo lengi sem raun ber vitni í kvöld. Það vill oft þannig til að menn hafa jafnvel þurft að sinna öðrum störfum sem þeir hafa löngu ákveðið þegar kvöldfundur er ákveðinn með stuttum fyrirvara eins og reynist nú. Þar af leiðandi hafa menn ekki setið hér út allan fundinn af því að þeim hefur verið tjáð að ekki verði atkvæðagreiðsla. Þess vegna mun verða staðið við það og því liggur ekki fleira fyrir þessum fundi.