18.05.1984
Efri deild: 106. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6231 í B-deild Alþingistíðinda. (5666)

Um þingsköp

Kolbrún Jónsdóttir:

Virðulegi forseti. Mér finnst freklega gengið á rétt okkar nm. að okkur sé tilkynnt þetta nú. Okkur var tjáð í gærkvöld að það yrði skilað hér nál. og málið tekið á dagskrá. Síðan var spurt um þetta nokkrum sinnum í dag og málið á alltaf að koma til umræðu. Nú kemur hér upp formaður n. og tilkynnir okkur að þessu verði frestað til morguns. Er hér verið að reyna að drepa þetta mál niður á tímaskorti? Ég vil fá svör við þessu. Það er búið að vera að hæla stjórnarandstöðunni fyrir góð störf í n., en síðan er ekkert tillit tekið til okkar í okkar málum. Það er freklega gengið á okkar rétt.