16.11.1983
Neðri deild: 14. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 884 í B-deild Alþingistíðinda. (763)

45. mál, Norræni fjárfestingarbankinn

Frsm. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Á þskj. 93 er nál. fjh.- og viðskn. Nd. þar sem hún leggur til að frv. um að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingabankanum verði samþykkt. Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri kom á fund n. og gerði grein fyrir starfsemi bankans. Enginn ágreiningur var í n.

Í frv. er gert ráð fyrir að hlutafé Norræna fjárfestingabankans verði tvöfaldað úr 400 millj. SDR í 800 millj. SDR. Þessi ákvörðun byggir á samþykkt sem gerð var 23. mars 1982. Gert er ráð fyrir því að hluti Íslands, sem er 1.1% í almennri hlutdeild, verði greiddur 2. jan. 1984, 1985 og 1986.

Ég ítreka það sem ég sagði fyrr að n. er öll samþykk því að málið fái jákvæða afgreiðslu.