17.11.1983
Sameinað þing: 21. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (789)

86. mál, samstarfssamningur Norðurlanda

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Hæstv. utanrrh. gerði grein fyrir þessu máli í framsöguræðu fyrir fáeinum dögum. Í grg, sem þáttill. fylgir er einnig að finna lýsingu á því um hvað er að ræða. Birt er sem fskj. með þáltill. það samkomulag sem ætlunin er að fullgilda að fengnu samþykki Alþingis.

Í stuttu máli má segja að í því samkomulagi felist þær breytingar á samstarfssamningi Norðurlanda sem nauðsynlegt er að gera vegna aðildar Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Það samkomulag er byggt á málamiðlun. Um þá málamiðlun hefur náðst samstaða þó að sjálfsagt hefðu einhverjir kosið að þessi lönd fengju alveg strax sjálfstæða aðild að Norðurlandaráði.

Utanrmn. hefur fjallað um þessa þáltill. og leggur einróma til að hún verði samþykkt eins og nál. á þskj. 106 ber með sér. Þar sem mál þetta liggur ljóst fyrir held ég, herra forseti, að ekki sé ástæða til þess að ég fjölyrði frekar um það.