03.12.1984
Neðri deild: 19. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1535 í B-deild Alþingistíðinda. (1000)

167. mál, Verðlagsráð sjávarútvegsins

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Eins og kom fram hjá hæstv. sjútvrh. hafa talsmenn stjórnarflokkanna og ríkisstj. hvað eftir annað lýst því yfir að þeir telji ekki rétt að tekin verði upp vísitölubinding launa. Hins vegar segir í stjórnarsáttmálanum að um það skuli haft samráð við aðila vinnumarkaðarins og til þess fundar verður fljótlega boðað. Það hefur ekki verið unnt enn vegna vinnudeilna og anna í því sambandi og sömuleiðis vegna ASÍ-þings, en sá fundur verður fljótlega haldinn.