05.12.1984
Efri deild: 23. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1611 í B-deild Alþingistíðinda. (1090)

133. mál, sala Landssmiðjunnar

Davíð Aðalsteinsson:

Virðulegi forseti. Aðeins örfá orð vegna ummæla hv. þm. Helga Seljan, 2. þm. Austurl., þar sem hann að mínum dómi gerði mér upp skoðanir. Hann hélt því fram að ég væri einvörðungu meðmæltur því að ríkið hefði á hendi þá starfsemi sem ekki bæri sig. Þetta er rangt hjá hv. þm. Ég minntist ekkert á rekstur eða afkomu í mínum orðum. Ég nefndi dæmi um það þegar ástæða væri til þess að ríkið eða opinberir aðilar stofnuðu til atvinnurekstrar. Mitt dæmi var um það að fyrirbærið væri svo fjármagnsfrekt í upphafi að til þyrfti sameiginlegt átak þjóðarinnar. Þetta er dæmi um það að ástæða sé til þess að ríkið hrindi af stað rekstri.

Virðulegi forseti. Ég komst ekki hjá því að leiðrétta þennan misskilning hjá hv. þm. Helga Seljan.