17.12.1984
Neðri deild: 27. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2081 í B-deild Alþingistíðinda. (1526)

186. mál, frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar í atvinnurekstri

Frsm. meiri hl. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 320 frá meiri hl. fjh.- og viðskn. um frv. til l. um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, en samþykkt voru lög á yfirstandandi ári um nýmæli varðandi þessi efni. Samkvæmt 25. gr. laga þessara skulu fjárhæðir í 2. gr. laganna breytast í samræmi við skattvísitölu eins og hún er á hverjum tíma. Nú hagar þannig til að skattvísitala er ekki í fjárlagafrv. og þess vegna þarf að breyta tölum í lögunum með sérstökum lögum. Að mati Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir að laun hækki um 25% á milli áranna 1984 og 1985 og samkv. frv., sem hér liggur fyrir til afgreiðslu, hækka fjárhæðir laganna um 25%.

Meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt eins og það kom frá Ed.