29.01.1985
Sameinað þing: 40. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2412 í B-deild Alþingistíðinda. (1912)

223. mál, reglugerð um endursöluíbúðir

Fyrirspyrjandi (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ætli það sé ekki nauðsynlegt að leiðrétta hér misskilning til þess að það liggi ljóst fyrir.

Vandi Húsnæðisstofnunar stafar af því að lögin voru óskiljanleg. Það er ekki verkleysi eða draugsháttur í starfsmönnum stofnunarinnar, eins og hæstv. ráðh. gaf í skyn, heldur er hér um það að ræða að hans forskrift var óskiljanleg. Það er búið að ganga á bréfaskriftum milli stofnunarinnar og rn. í nokkra mánuði. Niðurstaða úr þeirri þvælu liggur enn ekki fyrir, eins og ráðh. viðurkenndi áðan. Hann sagði að kannske kæmi það í næstu viku. Við bíðum og sjáum hvað setur.