05.02.1985
Sameinað þing: 45. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2669 í B-deild Alþingistíðinda. (2155)

195. mál, ráðstöfun gengismunar

Fyrirspurnin hljóðar svo:

„1. Hve mikið hefur innheimst af gengismun skv. 3. gr. l. nr. 71/1984, um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum?

2. Hvað er áætlað að mikið fé eigi eftir að koma í gengismunarsjóð?

3. Hverjir hafa fengið greitt úr sjóðnum, hve mikið hefur farið til hvers og til hvaða nota?

4. Hvernig verður því fé skipt sem nú er óráðstafað?

5. Hver er áætlaður vaxtahagnaður sjóðsins?“

Þegar gengi íslensku krónunnar var breytt 27. maí 1983 var ákveðið með bráðabirgðalögum, nr. 52 27. maí 1983, að innheimtur skyldi 10% gengismunur af sjávarafurðum, sem framleiddar voru fyrir 1. júní 1983 og fluttar úr eftir það.

Svar við 1., 2. og 5. spurningu:

Staða verðhækkanareiknings (gengismunarreiknings)

þann 15. janúar 1985 og áætlun um óinnkomið.

Í millj. kr.

Áætlað

Innkomið

óinnkomið

Samtals

Freðfiskur

249,0

0

249,0

Saltfiskur

128,3

0

128,3

Skreið

94,5

140x)

234,5

Mjöl

6,9

0

6,9

Hrogn

2,8

0

2,8

Lýsi

1,4

0

1,4

Vextir 1983

og 1984

22,6

22,6xx)

Samtals

505,5

140

645,5

x) Útistandandi skuldir vegna skreiðar eru nú um 550 millj. kr. Langmestur hluti þeirra er vegna framleiðslu fyrir 1. júní 1983. Tekjur gengismunarsjóðs af þessari upphæð mundu verða u.þ.b. 45 millj. kr. Áætlað verðmæti skreiðarbirgða í landinu er u.þ.b. 1100 millj. kr. Að gefnum ákveðnum forsendum mundu birgðirnar skila í gengismunarsjóð 90–100 millj. kr. Miðað við stöðu mála nú verður að teljast ólíklegt að sú upphæð skili sér inn í gengismunarsjóð, a.m.k. gerist það ekki á næstu tveimur árum. Hins vegar er góð von um áð áður nefndar 45 millj. kr. skili sér í sjóðinn á þessu ári.

xx) Vaxtatekjur árið 1983 voru 17,8 millj., en 4,8 millj. árið 1984. Vaxtatekjur árið 1985 munu verða óverulegar þar sem lítið kemur nú í sjóðinn og rennur fljótt upp í skuldbindingar.

Svar við 3. og 4. spurningu:

Úthlutun

Greitt

kr.

kr.

1.

Lán til loðnuskipa

60 000 000

60 000 000

2.

Lán til loðnuvinnslustöðva

15 000 000

13 395 000x)

3.

Til orkusparandi aðgerða

10 000 000

10 000 000

4.

Til eflingar gæða og vöruvöndunar

10 000 000

10 000 000

5.

Til lífeyrissjóða sjómanna

30 000 000

30 000 000

6.

Til annarra velferðarmála sjómanna

7 000 000

7 000 000

7.

Til styrktar- og lánasjóðs fiskiskipa

4 000 000

4 000 000

8.

Til sérstaks átaks í loðnuleit haustið 1983

1 200 000

1 200 000

9.

Til greiðslu eftirstöðva og vaxta af skuld Olíusjóðs fiskiskipa, lög nr. 1/1983, u.þ.b.

60 000 000

40 000 000

10.

Til Stofnfjársjóðs fiskiskipa inn á reikninga fiskiskipa með hliðsjón af aflaverðmæti01.07.1982–30.06.1983

100 000 000

100 000 000

11.

Til Stofnfjársjóðs til lækkunar á skuldum og/eða fjármagnskostnaði fiskiskipa

200 000 000

175 000 000

12.

Til saltfiskdeildar Verðjöfnunarsjóðs

60 000 000

33 000 000

13.

Sjóslysanefnd

350 000

350 000

14.

G.I.F.A.

3 378 823

3 378 823xx)

15.

Öryggismál sjómanna

3 000 000

0

Samtals

563 928 823

487 323 823

x) Ekki eru horfur á að um frekari útgreiðslu af þessum lið verði að ræða.

xx) Kostnaður vegna samnings við bandarísk stjórnvöld um veiðiheimildir innan bandarískrar fiskveiðilögsögu.

Ætlast er til að þeir aðilar, sem nýta munu sér þessar heimildir, endurgreiði sjóðnum þennan kostnað.