07.02.1985
Sameinað þing: 46. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2756 í B-deild Alþingistíðinda. (2225)

172. mál, kennslugögn í öllum fræðsluumdæmum

Flm. (Guðrún Agnarsdóttir):

Herra forseti. Ég bið afsökunar á því að hafa farið með ranga tölu. Það kemur til af því að ég fann hreinlega ekki umrædda brtt. í þeim brtt. sem við fórum yfir í sambandi við fjárlögin fyrir jól og notaði því plagg sem var orðið úrelt. Ég er mjög ánægð að það skuli þó vera þessi hækkun til kennslumiðstöðvarinnar sem ég var búin að gleyma.

Það hefur orðið hækkun, það er rétt. En vegna þessarar auknu skyldu sem lögð er á herðar Námsgagnastofnunar um dreifingu námsefnis um landið þá þurfum við, tel ég, að reyna að gera enn betur.