24.10.1984
Efri deild: 6. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í B-deild Alþingistíðinda. (269)

85. mál, rannsóknarnefnd til að rannsaka afskipti ráðherra og embættismanna af rekstri ólöglegra útvarpsstöðv

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Það er rétt að láta þess getið áður en næsti ræðumaður stígur í stól að þannig stendur á að það er nýhafinn ríkisstjórnarfundur. Hann hófst kl. 3 og þar af leiðandi munu ráðherrar ekki verða hér í húsinu næstu mínúturnar og jafnvel klukkutímana. Mér er ekki kunnugt um hvað sá fundur stendur lengi. Ég veit ekki hvort hv. 1. flm. þessarar till. óskar eftir að málinu verði frestað, en ég teldi e.t.v. að það væri ekki óeðlilegt að svo yrði. (Gripið fram í.) (Menntmrh.: Ég óska eindregið eftir því að málinu, sem fjallar um rannsóknarnefnd út af meintu atferli ráðh., sé frestað.) Hæstv. menntmrh. hefur óskað eftir að þessu máli verði frestað. Þar sem málið varðar hæstv. menntmrh., eins og hér hefur komið fram, tel ég eðlilegt að verða við þeirri ósk.