12.03.1985
Sameinað þing: 57. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3473 í B-deild Alþingistíðinda. (2804)

297. mál, útflutningur landbúnaðarafurða

Fyrirspyrjandi (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Í framhaldi af því sem hæstv. landbrh. sagði áðan vildi ég beina því til hans að nú munu vera óvenjumiklar birgðir af lambakjöti til í landinu. (Gripið fram í: Miklu minna en í fyrra.) Lítið eitt minna en í fyrra, en þá er ekki tekið tillit til útsölunnar þá. Þessar birgðir munu samt vera 10–11 mánaða neysla a.m.k., miðað við venjulegar aðstæður. Og ég spyr hæstv. ráðh.: Til hvaða ráðstafana á að grípa? Verður hér kjötútsala að nýju eða verður gert eitthvað sérstakt átak til að flytja út og selja þessa vöru erlendis?