29.10.1984
Efri deild: 7. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 549 í B-deild Alþingistíðinda. (332)

111. mál, áfengislög

Landbrh. (Jón Helgason):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um breyt. á áfengislögum á þskj. 115. Þetta frv. er samhljóða frv. sem flutt var á síðasta þingi til samræmis við breytingar sem fólust í frv. til l. um breyt. á lögum um tollheimtu og tolleftirlit og þá var afgreitt sem lög frá Alþingi. Varðar frv. annars vegar meðferð áfengis í skipi og þá einnig í flugvélum, sem koma til landsins, og hins vegar víðáttu landhelgi samkv. áfengislögum. Frv. var afgreitt úr þessari þingdeild á síðasta þingi og fór til nefndar í hv. Nd., en hlaut eigi afgreiðslu þaðan fyrir þinglok. Er frv. því endurflutt.

Ég tel eigi þörf á að skýra efni frv. þessa frekar og legg til að því verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.