23.04.1985
Sameinað þing: 73. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4496 í B-deild Alþingistíðinda. (3775)

395. mál, framleiðslustyrkir til kartöfluverksmiðja

Þorsteinn Pálsson:

Aðeins örstutt athugasemd vegna síðustu ræðu hv. þm. Eiðs Guðnasonar. Er hv. þm. og Alþfl. á móti því að íslensk iðnfyrirtæki eins og þessar verksmiðjur njóti sömu aðstöðu — (EG: Veit þm. ekki að ég er búinn að tala þrisvar og get ekki svarað honum?) — og erlendir keppinautar? Um þetta snýst málið. Það hefur verið viðurkennt gagnvart óðrum iðnfyrirtækjum í landinu að það væri eðlilegt að tryggja þeim aðstöðu til þess að njóta jafnréttis. Ég skil ræðu hv. þm. svo að Alþfl. sé andvígur þessu. Það er afhyglisvert að það skuli koma fram að afstaða hans til íslensks iðnaðar skuli vera með þessum hætti.