15.05.1985
Neðri deild: 70. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5295 í B-deild Alþingistíðinda. (4591)

86. mál, áfengislög

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Ég hef verið bundin í Ed. á meðan atkvæðagreiðsla þessi stóð yfir um efni málsins. Hér er fjallað um umdeilda neysluvöru og rætt um það hve ríkan aðgang menn eigi að eiga að þessari neysluvöru sem þeir svo ákveða hver og einn með sjálfum sér hvort þeir neyta eða ekki. Það er söguleg hefð fyrir því á Íslandi að fram fari almennar atkvæðagreiðslur borgaranna um áfengismál. Ég tel að hver og einn eigi að ráða því um þetta mál eins og ýmis önnur mál sem áfengislögin snerta og segi já.