21.05.1985
Sameinað þing: 84. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5473 í B-deild Alþingistíðinda. (4726)

459. mál, flótti háskólamenntaðra manna úr þjónustu ríkisins

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Aðeins örfá orð. Íslenska þjóðin öll á þjóðfélaginu skuld að gjalda ef út í það er farið. Við búum nefnilega hér saman í samfélagi. Það hvarflar ekki að mér að mæta á móti því að það fé sem menn sem hyggja á háskólanám hafa aðgang að á verðtryggðum kjörum komi úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Svo er og á fleiri sviðum. Mér finnst það hins vegar hljóma eins og orð, ja fyrri tíma, að halda því fram að þessir menn eigi meiri skuld að gjalda en aðrir hér á landi. Það er e. t. v. annað mál en spurningin sem vert væri að bera hér upp er: Hefur íslenska þjóðin einhverja þörf fyrir menntun? Og vill hún eitthvað á sig leggja til þess að þegnar hennar séu menntaðir og geti haft það fram að færa sem menntun hefur fram að færa yfirleitt, þjóðfélaginu öllu til heilla?