22.05.1985
Neðri deild: 73. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5574 í B-deild Alþingistíðinda. (4819)

209. mál, Verðlagsráð sjávarútvegsins

Frsm. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Hér er til umr. frv. til laga um Verðlagsráð sjávarútvegsins. Sjútvn. þessarar deildar hefur fjallað um þær breytingar sem gerðar voru á frv. í Ed. Þær eru fólgnar í því að fjölgað verði í Verðlagsráði frá því að við fjölluðum um það í þessari ágætu deild hér í vetur. Nú er gert ráð fyrir fjölgun um tvo menn, úr 16 í 18, Félag rækju- og hörpudisksframleiðenda komi inn í Verðlagsráð. Meiri hl. sjútvn. er því samþykkur að frv. verði samþykkt eins og það kemur frá Ed. en hv. þm. Garðar Sigurðsson og Guðmundur Einarsson eru andvígir þeim breytingum sem gerðar voru á frv. í Ed. Það er skylt að taka það fram.