10.06.1985
Neðri deild: 91. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6126 í B-deild Alþingistíðinda. (5589)

502. mál, dýralæknar

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég tel að hér sé um mjög þarft frv. að ræða. Hér er fjallað um það að skipaður skuli sérstakur dýralæknir fisksjúkdóma. Ég held að reynslan af fiskeldinu hér á landi kenni okkur að nauðsynlegt sé að slíkur læknir verði skipaður hið allra fyrsta. Ég legg því til að málinu verði vísað til 2. umr. og landbn. og vænti þess að nefndin muni leggja áherslu á að málið fái afgreiðslu.