10.06.1985
Neðri deild: 91. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6173 í B-deild Alþingistíðinda. (5615)

Um þingsköp

Forseti (Ingvar Gíslason):

Þetta eru kannske fullkomlega eðlilegar óskir, en forseti telur samt réttara að hæstv. sjútvrh., sem nú er erlendis og reyndar gegnir ekki þingstörfum, verði viðstaddur þegar þetta mikilvæga mál verður tekið fyrir.

Hins vegar, vegna fsp. sem kom fram frá hv. 3. þm. Reykv., þá er það ljóst af forseta hálfu að meiningin var að ljúka umr. um 9. dagskrármálið. Sömuleiðis var það meining forseta að taka fyrir 8. dagskrármálið og einnig hið 11. Þetta eru þau mál sem fyrst og fremst var meiningin að ræða hér á þessum kvöldfundi. Þær athugasemdir sem komu frá hv. 4. landsk. þm. um selveiðarnar verða teknar til athugunar, en því miður eru ekki tök á því að taka það mál fyrir nú. En ég vona að við getum haldið áfram umr. um 9. dagskrármálið.

Þar er hv. 3. þm. Reykv. enn á mælendaskrá.