13.06.1985
Sameinað þing: 95. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6432 í B-deild Alþingistíðinda. (5811)

353. mál, afnám misréttis gagnvart konum

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Stutt athugasemd sem varðar þýðingu. Ég vil beina þeirri fsp. til nefndarinnar hvort það hafi nokkuð borið á góma þar hvort orðið „misrétti“ sé hið rétta orð sem þarna á að standa, hvort eigi ekki að standa „mismunun“. Ég hef grun um að á ensku sé notað orðið „discrimination“ og ég hygg að réttari og nákvæmari þýðing sé „mismunun“. Á þetta benti mér raunar hv. þm. Guðrún Helgadóttir sem er nú utan þings vegna annarra starfa. Ég vil bara koma þessari ábendingu hér á framfæri.