20.06.1985
Sameinað þing: 99. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6967 í B-deild Alþingistíðinda. (6314)

473. mál, söluskattur af bókum

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ef úr því yrði að stórauknu fé yrði varið til starfslauna fyrir listamenn á næsta þingi eða til listamannalauna með einum eða öðrum hætti, þykir mér kannske enn frekar áríðandi að huga að því hvort hægt sé að efla Rithöfundasjóð Íslands. Ég held að það sé ekki vansalaust hve lítið fé okkar fremstu rithöfundar, sem hafa lengi starfað og skilað miklu dagsverki, fá fyrir not af bókum sínum af almenningssöfnum. Víða erlendis er greiðsla fyrir slíkt verulegur þáttur í tekjum rithöfunda, gagnstætt því sem er hér á landi. Ég held að nauðsynlegt sé að huga að þeim þætti málsins ef stórauknu fé á á annað borð að verja til þessara mála.