20.06.1985
Sameinað þing: 100. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6992 í B-deild Alþingistíðinda. (6370)

156. mál, nýting ríkissjóðs á hluta af Seðlabankabyggingu

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Vilji Alþingi stuðla að því að bæta húsakost stjórnarráðsins tel ég nærtækast að drífa sig í það að veita fjármagn til þess að unnt sé að ljúka við að innrétta þær húseignir ríkisins sem ætlaðar eru undir stjórnarráðið. Ég er í því rn. sem ég hygg að búi við hvað þrengstan húsakost og er dreift nokkuð út um bæinn. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að það beri fyrst og fremst að stuðla að því að lokið verði við að innrétta Víðishús. Ef það sem fyrir mönnum vakir er að leysa húsnæðisvandamál stjórnarráðsins tel ég að það sé skynsamlegra, og raunar óþarft að álykta um það sérstaklega á Alþingi að leitað sé eftir leigusamningi um einhvern tíma fyrir einhvern annan hluta stjórnarráðsins. Ég segi nei.