13.11.1984
Sameinað þing: 19. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 952 í B-deild Alþingistíðinda. (649)

71. mál, heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar

Fyrirspyrjandi (Gunnar G. Schram):

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. forsrh. fyrir glögg og greið svör við fsp. minni. Það kom fram í máli hans að ekki er líklegt að frv. til nýrra stjórnarskipunarlaga, þ.e. um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, verði reiðubúið í tæka tíð fyrir þinglausnir þannig að unnt verði að leggja það fram á þessu þingi, en ég skildi orð hans svo að ríkisstj. hefði fullan hug á því að koma málinu fram strax og slíkt frv. liggur fyrir og afgreiða það á þessu kjörtímabili. Ég læt í Ijós þá von að það geti þá orðið þegar við upphaf eða snemma á næsta þingi. Eins og ég sagði í orðum mínum áðan eru meira en fjórir áratugir síðan þetta verk hófst. Það væri sómi Alþingis að ljúka því sem allra fyrst þó svo það verði ekki á þessu þingi.