19.11.1984
Efri deild: 15. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1079 í B-deild Alþingistíðinda. (765)

155. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Davíð Aðalsteinsson:

Virðulegi forseti. Aðeins örfá orð. Ég hef í sjálfu sér ekki efnislegar athugasemdir við þetta frv. Ég tek undir meginefni þess. En ég vildi spyrja hæstv. fjmrh. einnar spurningar í tilefni af frv. Hér stendur, með leyfi virðulegs forseta:

„Menn, sem náð hafa 60 ára aldri eða öðlast rétt til eftirlauna eða ellilífeyris úr lífeyrissjóði á tekjuárinu, skulu á framtölum sínum tilgreina hvenær þeir telji sig láta af störfum vegna aldurs og skal frádráttur skv. 1. mgr. þessa töluliðar við það miðaður, enda kemur þessi frádráttur ekki til greina nema einu sinni fyrir hvern mann.“

Það er gert ráð fyrir því skv. frv. að frádrátturinn varði tekjur síðustu 12 mánaða. Nú er það auðvitað staðreynd að menn geta talið sig láta af störfum og gera það iðulega á miðju ári. miðju tekjuári. miðju skattári. Og þá er það spurning mín til hæstv. fjmrh. hvort þessi frádráttur. enda þótt tekið sé fram að hann sé aðeins einu sinni. hvort hann tekur yfir tvö tekju- og skattár?