14.12.1985
Sameinað þing: 30. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1600 í B-deild Alþingistíðinda. (1211)

1. mál, fjárlög 1986

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég óska eftir því að einn liður við 09-999 verði borinn upp sérstaklega. Það er Til blaðanna að fengnum tillögum stjórnskipaðrar nefndar. Ætli það færi þá ekki best á að 22. liður verði borinn upp sérstaklega og sá liður komi síðan til atkvæðagreiðslu.

Ef mér sýndist svipur á formanni fjvn. þannig að einhver von væri til þess að hann mundi fella liðinn niður mundi ég kannske verða við þeirri beiðni að bíða til 3. umr. málsins, en það er orðið altítt að við greiðum atkvæði um þennan lið við 2. umr. og hygg ég að best sé að halda þeim hætti.