18.12.1985
Neðri deild: 35. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1858 í B-deild Alþingistíðinda. (1550)

182. mál, málefni aldraðra

Frsm:

(Guðmundur Bjarnason): Herra forseti. Það er aðeins örstutt athugasemd. Það var ekki mín tillaga og ekki mín hugmynd að þessir sjóðir yrðu lagðir niður, eins og fram kom í máli hv. 3. þm. Reykv., heldur aðeins að ég tel að það eigi að hafa annan hátt á við úthlutun úr þessum sjóðum. Það eigi að stjórna þeim á annan hátt heldur en með sérstökum stjórnum eða nefndum úti í bæ. Það eigi að gera það af fjárveitingavaldinu sjálfu. Það er engin tillaga um það í mínum huga að þessir sjóðir séu lagðir niður.