21.12.1985
Sameinað þing: 35. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2110 í B-deild Alþingistíðinda. (1825)

Kosning í bankaráð Útvegsbanka Íslands

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. þm. ræða nú allmjög um atkvæðagreiðslu. Ég vek athygli á því að það er ekki leyfilegt við atkvæðagreiðslur að ræða mál efnislega. Ég ítreka það, sem ég sagði áður en þessi kosning hófst að gefnu tilefni, að kosningar þær sem nú eru á dagskrá eru settar á dagskrá vegna þess að það er lagaskylda Alþingis að kjósa í þau ráð og nefndir sem hér um ræðir.