11.02.1986
Sameinað þing: 44. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2449 í B-deild Alþingistíðinda. (2036)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Fyrst til að taka er nokkuð óvenjulegt að fsp. sé gerð til tveggja ráðherra, sama fsp. Það er þó heimilt skv. þingsköpum. En það breytir ekki því að sú regla gildir eftir sem áður að taka ekki til umræðu fsp. nema sá ráðherra, sem á að vera fyrir svörum, sé viðstaddur. Þess vegna var þessi umrædda fsp. skv. 3. dagskrárlið ekki tekin til umræðu. Skv. þingvenju og hlutarins eðli er ekki hægt að taka fsp. til ráðherra til umræðu nema ráðherrann sé viðstaddur. Fjmrh. hefur fjarvistarleyfi, svo sem kunngert var í upphafi fundar. Fjmrh. er ekki vanur frekar en aðrir ráðherrar að biðja um fjarvistarleyfi nema það sé af sérstökum og brýnum ástæðum. Svo er nú með fjmrh.