11.02.1986
Sameinað þing: 45. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2463 í B-deild Alþingistíðinda. (2063)

123. mál, graskögglaverksmiðjan í Flatey

Flm. (Egill Jónsson):

Herra forseti. Ég kem hingað einvörðungu til þess að þakka fyrir góðar undirtektir við þetta mál. Það kom mér reyndar ekkert á óvart þótt hv. 2. þm. Austurl. tæki vel og myndarlega undir við þennan tillöguflutning. Ég átti ekki von á neinu öðru. En samt sem áður finnst mér nauðsynlegt að fram komi þakkir fyrir þann stuðning sem í því felst.

Með sama hætti vil ég þakka hæstv. landbrh. fyrir hans stuðning við þessa tillögugerð. Ég er sannfærður um að ef menn leggjast á eitt með að takast á við þann vanda, sem þessi verksmiðja og graskögglaverksmiðjurnar búa við, þá verður hægt að færa rekstur þeirra í eðlilegt horf með tilliti til breyttra viðhorfa í landbúnaði.

Umr. (atkvgr.) frestað.