11.02.1986
Sameinað þing: 45. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2489 í B-deild Alþingistíðinda. (2081)

189. mál, afstaða Íslands til stöðvunar kjarnorkuvígbúnaðar

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Ég spurði hæstv. utanrrh. tveggja spurninga áðan sem einmitt vörðuðu þá till. um afvopnunarmál sem við höfðum samþykkt hér á síðasta vori. Önnur var um eftirlit og hin var um hvers vegna ekki væri hægt að standa að samþykkt sem væri samhljóða fyrri hluta setningar, hvers vegna þurfti öll setningin að vera með til að hægt væri að samþykkja? En hæstv. utanrrh. svaraði mér ekki. Ég velti því fyrir mér hvort hann kynni að vilja svara mér í þessari umræðu þar sem hún er skyld.