11.02.1986
Efri deild: 47. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2520 í B-deild Alþingistíðinda. (2114)

257. mál, útvarpslög

Haraldur Ólafsson:

Virðulegi forseti. Það frv. sem hér er flutt verður væntanlega sent til menntmn. þessarar hv. deildar. Þar mun ég gera grein fyrir afstöðu minni og ég vænti þess að það hljóti þar afgreiðslu. Mér sýnist að hér sé ýmislegt fært til betri vegar sem ekki vannst tími til í vor. Ég held að það hljóti að vera áhugamál þessarar hv. deildar og hins háa Alþingis að útvarpslög séu vel úr garði gerð. Við hljótum að líta mjög á hvort hér sé ekki um nauðsynlegar og réttmætar umbætur að ræða.

Ég vil aðeins, svona til að fyrirbyggja misskilning, minnast á eitt atriði í grg. hv. flm., þar sem segir, með leyfi forseta: „Stjórnarþingmönnum í Ed. var gert að tryggja að ekki yrði þar haggað kommu eða punkti. Það gerðu þeir.“ Þetta er náttúrlega hálfsannleikur. Stjórnarþingmenn fluttu brtt. sem stjórnarandstaðan hjálpaði til að fella:

Umr. (atkvgr.) frestað.