10.03.1986
Efri deild: 60. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3020 í B-deild Alþingistíðinda. (2555)

302. mál, veð

Jón Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti fjh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum nr. 18, um veð. Ég mæli fyrir þessu nál. í forföllum formanns nefndarinnar, hv. 4. þm. Norðurl. v., sem er fjarverandi í dag eins og fram kom í máli hæstv. forseta.

Þetta frv. fjallar um það að heimilt verði að veðsetja eldisfisk og er það til að greiða fyrir þróun í fiskeldi sem þykir álitlegt um þessar mundir. Ég þarf ekki að orðlengja um þetta nál., það er eins stutt og það getur verið. Nefndin hefur rætt málið og mælir einróma með samþykkt frv. og undir þetta skrifa allir nefndarmenn.